Umfjöllun kvenna: Skallagrímur vs Grindavík

Stelpurnar tóku á móti Grindvíkingum í kvöld, skemmst er frá því að segja að Skallagríms stúlkur voru yfir nánast allan leikinn, en náðu þó aldrei að hrista Grindvíkingana alveg af sér. En sigurinn varð samt nokkuð öruggur og stelpurnar skiluðu inn dýrmætum stigum. Úrslit 80 – 72
Það var einstaklega gaman að sjá hve vel var mætt á pallana í kvöld og eiga stuðningsmenn stóran þátt í þessum sigri.
Áfram Skallagrímur

Nánari umfjöllun
http://karfan.is/read/2016-10-12/skallagrimur-aftur-a-beinu-brautina/