Körfuknattleiksdeild Skallagríms opnar nýja heimasíðu

Til að þjóna okkar dyggu stuðningsmönnum betur, þá tók stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms þá ákvörðun nú síðsumars að opna nýja heimasíðu, www.skallar.is, sem væri betur í takt við þarfir iðkenda og stuðningsmanna.
Þessi ákvörðun hefði alls ekki verið framkvæmanleg nema með dyggum stuðningi og aðstoð Tækniborgar ehf sem sá um alla smíði og uppsetningu á vefnum án nokkurs kostnaðar fyrir deildina.
VIð kunnum Tækniborg ehf kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
VIð vonum að hinn nýji vefur, www.skallar.is,  komi okkur öllum til góða, en vefurinn er beintengdur við öfluga facebooksíðu Skallagríms.   Eflaust er hægt að setja enn meiri upplýsingar inn á vefinn, en við tókum þá ákvörðun að hafa vefinn einfaldan og í leiðinni vonandi skilvirkan, en að sjálfsögðu verða allar ábendingar vel þegnar.
Áfram Skallagrímur !

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms.