Góður sigur á Haukum í Fjósinu.

Skallagrímur vann Hauka 70-57 í fimmtu umferð Dominos deildar kvenna. Heimakonur náðu fljótlega góðri forystu sem Haukar náðu aldrei að saxa almennilega ár. Það var ekki fyrr en gestirnir náðu góðu áhlaupi í fjórða leikhluta að spenna virtist vera að færast í leikinn.

Haukar áttu þá ekki meira til á bensín tanknum og Skallagrímur sigldi sigrinum þægilega heim að lokum.

Meira um leikinn hér
http://karfan.is/read/2016-10-22/ekkert-okeypis-i-sigri-skallagrims-a-haukum/