Fjósið enn ósigrað hjá stelpunum, Skallagrímur 75 – Stjarnan 63

Skallagrímur – Stjarnan í Dómínosdeild kvenna
Stúlkurnar tóku á móti Stjörnunni í Fjósinu í dag.
Það er skemmst frá því að segja að sigur Skallagríms var aldrei í hættu og sigldu þær þessum leik í örugga höfn 75 – 63
Það var allt annar bragur á liðinu frá síðasta leik og greinilegt að Manuel hefur notað hárþurrkuna til að gera þeim grein fyrir alvöru lífsins fyrir leik.
Tillman var langstigahæst með 35 stg en restin af stigaskorun dreifðist jafnt yfir liðið 6-8 stig

Áfram Skallagrímur