Gott gengi 8. flokks í Keflavík

8. flokkur drengja lék um liðna helgi i annarri umferð Íslandsmótsins i körfubolta, þeir spiluðu i C- riðli og var leikið i Keflavik. Okkar menn spiluðu hörku vörn allt mótið og sýndu oft a tíðum mjög lipra sóknartakta sem skilaði sér i flottri helgi hjá strákunum. Í fyrsta leik sigruðu Skallagrimsmenn lið Sindra frá Hornarfirði 42-22, okkar menn voru þar frekar rólegir i gang sóknarlega en byrjuðu á sterkri vörn fra fyrstu mínútu sem skilaði þeim forystu sem þeir svo bættu við allt til leiksloka. Í öðrum leiknum spiluðu Skallagrimur svo við Þór frá Akureyri, þann leik sigruðum við sannfærandi 48-22 en þessi lið mættust einmitt i fyrstu umferð en þa sigruðu Þórsarar með 6 stigum. Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur okkar manna sem gerði ut um þennan leik. Í þriðja leik mætti Skallagrimur Valsmönnum og er óhætt að segja að Valsmenn sáu aldrei til sólar i þessum leik þvi Skallagrimsmenn sigruðu leikinn 57-9. Loks voru það svo heimamenn fra Keflavik sem voru andstæðingar okkar manna i lokaleiknum sem var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi upp i B riðil eftir þessa umferð. Úr varð hörku leikur sem að Keflvíkingar svo sigruðu 35-36, já eitt stig skyldi liðin að í þessum úrslitaleik. Okkar menn geta verið ánægðir með góða helgi og hafa þeir tekið miklum framförum i vetur og er óhætt að segja að framtíðin sé þeirra.
Lið Skallagríms var þannig skipað: Jóhann, Bjartur, Þorsteinn, Andri, Alexander, Aron, Arnór, Ahldrin, Þorbjörn og Jónas. Þjálfari strákanna er Finnur Jónsson og Skúli Guðmundsson er hans aðstoðarmaður.
Áfram Skallagrimur !