Enn ósigraður unglingaflokkur.

Unglingaflokkur átti annasama helgi og var uppskeran eins og best verður á kosið. Strákarnir spiluðu við val í 2.deild unglingaflokks á laugardag, þeir höfðu fyrir leikinn spilað 4 leiki og sigrað þá alla. Valur mættu sterkir til leiks og veittu okkar strákum harða samkeppni frá fyrstu mínútu. Skallagríms strákar voru heldur lengi i gang en voru þó skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. í seinni hálfleik náðu strákarnir að búa sér til smá forskot og fór mikið púður í það að elta hjá Valsmönnum. það fór svo að lokum að okkar strákar höfðu 102-92 sigur og eru því efstir í sínum riðli eftir 5 leiki.

Á sunnudag voru það svo Þórsarar frá Akureyri sem komu i heimsókn og var sá leikur í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Skallagríms menn höfðu fyrr á tímabilinu lagt Þórsara nokkuð örugglega fyrir norðan og virtist það sitja eftir hjá mönnum. Leikurinn fór sérlega hægt af stað hjá okkar drengjum en þó voru leikkaflar í fyrri hálfleik þar sem þeir sýndu hvað þeir geta spilað vel saman. Að loknum fyrri hálfleik höfðu okkar strákar tæplega 10 stiga forskot og nægur timi til að bæta spilamennskuna og eins fyrir Þorsara til að koma sér inn í leikinn. Strákarnir okkar tóku vel á þeim i 3.leikhluta og héldu Þór undir 10 stigum allan leikhlutann, var það undirstaðan í góðum sigri og fór svo að lokum að okkar strákar lönduðu 10 stiga sigri. það var sigur liðsheildarinnar þar sem allir leikmenn komu mikið við sögu og skiluðu sínu, í ljósi þess að leiknir voru tveir leikir á tveimur dögum var mikilvægt að hafa stórann og góðann hóp.

næsti heimaleikur í Unglingaflokki fer fram eftir áramót og þá eru það nágrannar okkar í Snæfell sem koma í heimsókn 8.janúar klukkan 15:00

Áfram Skallagrímur