10. flokkur keppti í Rimaskóla

Um helgina tók 10.flokkur drengja þátt í B-riðli í Rimaskóla ásamt Fjölni, Breiðablík, Val og Þór Þ/Hamar. Eins og svo oft áður var B-riðillinn jafn þar sem yfirleitt vantar hársbreidd uppá spilamennsku okkar drengja til þess að komast upp um riðil.

Fyrsti leikur á laugardaginn var á móti spræku liði Þór Þ./Hamars, okkar menn mættu vel innstilltir í þann leik leystu pressu Þórsara vel og voru aðframkvæma sóknarleikinn vel sem skilaði sér oft á tíðum í auðveldum körfum. Varnarleikurinn var þó aðalmerki þessa leiks þar sem allir voru að leggja sitt af mörkum, stíga vel út og frákasta sem lið með Daníel Viktor fremstan í flokki. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi barið vel á okkar mönnum þá vannst nokkuð þægilegur sigur í lokin 59-34.
Stigaskor: Brynjar Snær 16, Marinó Þór 12, Benjamín 10, Sigurður Aron 8, Vignir 5, Gunnar 2, Sigursteinn 2, Hrannar 2.

Annar leikur laugardagsins var gegn heimamönnum í Fjölni sem komu niður úr A-riðli eftir síðasta mót. Fjölnisliðið er öflug pressa hátt og hlaupa völlinn vel. Okkar menn gerðu strax vel í að hægja á sóknarleik Fjölnismanna og sama skapi nýta sína styrkleika sóknarlega og strax ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Skalladrengir náðu góðu 7-0 runni í lok fyrri hálfleiks sem skilað þeim 24-30 forystu í hálfleik, spennan hélst út leikinn staðan 33-41 eftir 3.leikhluta. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft og náðu að keyra upp hraðann aftur í 4. leikhluta og fengu húsið með sér og náðu Fjölnismenn að kreista fram 1 stigs sigur með mikilli seiglu og „and 1“ playi í lokin og endaði leikurinn 55-54. En heilt yfir var þetta vel spilaður leikur af báðum liðum. Gaman er að taka það fram að Sigursteinn smellti sér í kúluvarp í fyrrihálfleik og mætti ferskur i 3.leikhluta með gull í fartaskinu alvöru maður hér á ferð.
Stigaskor: Brynjar Snær 17, Anton Elí 13, Vignir 7, Sigursteinn 6, Marinó Þór 5, Sigurður Aron 3, Hrannar 3.

Sunnudagurinn byrjaði síðan á hörkuleik á móti vinum okkur í Val sem hafa oft reynst okkur erfiðir. Leikurinn byrjaði vel bæði lið virtust þó vera illa vöknuð, ekki var sama ákefðin og baráttan í okkar mönnum eins og var daginn áður. Þrátt fyrir það spiluðu drengirnir heilt yfir ágætlega og voru bæði lið að vinna vel saman í vörninni og ljóst að ekki yrði mikið skorað í þessum leik. Allt var í járnum í hálfleik og stefndi allt í hörkuleik. Ljóst var fljótlega í seinnihálfleik að það var bara annað liðið sem ætlaði sér að vinna þennan leik og tóku Valsarar völdin á vellinum spiluðu stífa vörn sem okkar menn áttu í erfiðleikum með að leysa og áttum við erfitt með að kaupa okkur körfur í 3.- og 4. leikhluta. Endaði leikurinn með nokkuð þægilegum sigri Valsara 28-44.
Stigaskor: Vignir 7, Anton 5, Brynjar 5, Sigursteinn 4, Benjamín 2, Marinó 2, Hrannar 2, Sigursteinn 1

Síðastileikur helgarinnar var á móti Breiðablik. Bæði lið voru áfram í B-riðli þegar þessi leikur var spilaður en ljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að tapa leiknum. Skalladrengir náðu þó fljótlega tökum á leiknum og voru lengst af með undirtökin. Staðan eftir 3.leikhluta 37-23 og stefndi allt í þægilegan sigur okkar drengja. Blikadrengir ætluð sér ekki að gefast upp og með góðri baráttu náðu þeir að minnka muninn í 46-41 en lengra komust þeir ekki og okkar drengir sigldu 2 stigum hús 48-41. Miklu munaði um tvær glæsilegar „and 1“ körfur frá Gunnari á besta tíma í 4 leikhluta.
Stigaskor: Marinó Þór 18, Brynjar 8, Benjamín 6, Anton 6, Gunnar 5, Sigursteinn 3, Sigurður 2, Vignir 2.

Okkar drengir spila áfram í B-riðli næsta móti og halda ótrauðir áfram að takmarkinu sínu fyrir veturinn að koma liðinu í A-riðil. Þessir drengir eiga ennþá helling inni og eru að bæta sig jafnt og þétt verður spennandi að fylgjast með þeim áfram. Næsti leikur hjá piltunum er bikarleikur við Tindastól á Sauðárkróki 3. desember kl 13:00.