9.flokkur drengja

9.flokkur drengja

Sameiginlegt lið Skallagríms og Reykdæla (UMSB) tók þátt í sínu öðru móti um helgina kom það í hlut Breiðabliks að halda mótið að þessu sinni.

Fyrsti leikur var gegn heimamönnum í Breiðablik sem mættu vel gíraðir í verkefnið á heimavelli. Liðin byrjuðu á að skiptast á körfum í 1.leikhluta en í stöðunni 7-6 fyrir UMSB þá fraus leikur okkar manna sóknarlega og menn duttu á hælana í vörn. Blikar nýttu sér það vel og náðu 0-10 runni og staðan 7-16 eftir 1. leikhluta. Okkar menn þéttu þó raðirnar varnarlega og náðu að halda aftur af sóknarleik blika í 2.leikhluta staðan 16-20 í hálfleik. Þessi munur hélst þangað til 3-4 mínútur lifðu leiks þá tóku okkar menn við sér og komu sér inn í leikinn með mikilli baráttu og öguðum leik með Bjartmar fremstan í flokki, við taka æsispennandi loka mínútur. Marinó kom okkar mönnum yfir 40-39 í fyrsta skipti síðan í byrjun 1. leikhluta og 30 sek eftir, Blikar koma í sókn og við sendum þá á vítalínuna þar sem annað vítið ratar niður. UMSB tekur leikhlé og setja upp kerfi til að klára leikinn sem endar með því að blikar brjóta á Vigni sem er síðan ískaldur og setur bæði vítin niður með 5,4 sek eftir á klukkunni staðan 42-40. Blikar taka leikhlé setja upp skemmtilegt kerfi sem endar með „step-back“ þrist í horninu með tvo í grillinu glæsileg karfa hjá Friðriki Jónssyni fyrir Blika og lítið hægt að gera í henni staðan 42-43. Okkar menn fá síðan séns á að klára leikinn en náðum ekki að nýta loka playið þrátt fyrir að hafa verið nálægt því að klára leikinn, flottur leikur hjá báðum liðum.
Stigaskor: Marinó 20, Vignir 8, Hrannar 4, Páll Gauti 4, Arnar 4, Bjartmar 2

Leikur 2 á laugardag var á móti sprækum Stjörnustrákum sem höfðu tapað fyrsta leik dagsins eins og við. Drengirnir úr Garðabæ eru mjög flottir, skipulagðir í sókn og gríðarlega flottir varnarlega pressuðu stíft allan völl í 32 mínútur sem gerðu okkar mönnum oft á tíðum erfitt fyrir. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þótt UMSB drengir hafi verið með yfirhöndina staðan í hálfleik 21-17. Okkar drengir mættu síðan vel gíraðir inn í 3. leikhluta spiluðu hörku fína vörn og þvinguðu Stjörnustráka oft á tíðum í erfið skot, voru síðan skynsamir sóknarlega og náðu 11-2 runni fyrstu mínúturnar og staðan orðin 32-19. Stjörnu menn hertu þá á sín meginn ætluðu sér ekki að gefast upp. 4. leikhluti var hörku spennandi og náðu Stjörnupiltar að minnka muninn í 36-34 í 4.leikhluta. Skynsemi í sóknarleiknum og hörku barátta í fráköstum og vörn skilaði síðan gulri skýrslu í höfn að loknum venjulegum leiktíma, Hrannar innsiglar sigurinn með „and 1“ playi í lokinn. Miklu munaði um sterka inn komu Daníels sem nýtti sínar mínútur á vellinum vel. Leikurinn endaði 43-36 fyrir okkar mönnum og bæði lið spiluðu flotta vörn sem olli oft á tíðum vandræðum beggja vegna sóknarlega.
Stigaskor: Marinó 20, Vignir 12, Páll Gauti 4, Hrannar 3, Arnar 2, Daníel 2

Fyrsti leikur á sunnudag var móti Njarðvíkurliðinu sem kom upp úr C-riðli fyrir þetta mót. Það var ljóst fyrir leikinn að Njarðvík varð að vinna leikinn til þess að forða sér frá falli. Það má segja að það hafi verið nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu að okkar menn ætluðu sér sigur og var farið að glitta í það skemmtilega samspil sem UMSB strákarnir voru svo þekktir fyrir í fyrra. Flott samspili meira sjálfsöryggi og leikgleði einkenndi þennan leik strákana ljóst að drengirnir voru að finna sitt gamla form. Staðan 15-8 eftir 1.leikhluta og jókst hún jafnt og þétt, okkar menn að skipta vel á skrínum og halda mönnum fyrir framan sig í vörninni. Njarðvíkur liðið eru þokkalega vel spilandi agaðir og með jafnt og flott lið, þrátt fyrir að það hafi komið í þeirra hlutskipti að detta niður í C aftur sýndu þeir það að þeir eiga fullt erindi í þennan B-riðil sem er mjög jafn og flottur. UMSB drengir sigla síðan nokkuð þægilegum sigri í höfn 52-38 en máttu lítið slaka á þá byrjuðu Njarðvíkingar að narta í hælanna á okkar mönnum.
Stigaskor: Páll Gauti 14, Hrannar 12, Marinó 12, Vignir 8, Arnar 4, Bjarmar 2.

Síðasti leikur helgarinnar var á mót ÍR drengjum sem hafa að skipa flottum strákum þar á meðal Benóný 2 metra strákur sem er búinn að taka miklum framförum undanfarin ár og verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni ef hann heldur svona áfram. Það var nokkuð ljóst frá 1. mínútu að um hörku leik yrði að ræða bæði lið léku skynsamlega sóknarlega oft á tíðum og spiluðu uppá sína styrkleika. Boltinn farinn að fljóta mun betur hjá okkar mönnum heldur en að hann gerði á laugardeginum. Okkar drengir skoruðu síðustu 5 stig fyrri hálfleiks og leiddu 28-21 í hálfleik. Jafnræðið með liðunum hélt áfram fram í 4.leikhluta í stöðunni 44-44 tóku okkar menn kipp og tóku 6-0 run flott jafnvægi far í leiknum þarna og voru menn að nýta sér Vignir sem var með minni mann á sér og skilaði 4 góðum stigum í röð. Frábær varnarleikur hjá Páli Gauta stolinn bolti og sniðskot kom okkur í 54-47 lítð eftir af leiknum. Marinó ís-aði síðan leikinn með síðustu 5 stigum okkar manna og hörku sigur í höfn 59-54. Þetta var flottur liðssigur þar sem allir þurftu að leggja í púkkið sérstaklega varnarlega og menn að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vinna saman sem lið.
Stigaskor: Marinó 24, Vignir 14, Hrannar 10, Páll Gauti 9, Arnar 2.

Eins og alltaf þá er þessi B-riðill jafn og skemmtilegur þar sem öll lið virðast geta unnið alla. Blikar voru hlutskarpastir á heimavelli í þetta skiptið og smella sér upp í A-riðil en eins og áður segir kom það í hlut Njarðvíkur að falla niður. Okkar menn taka þátt í B-riðli í febrúar og stefna á að halda áfram að bæta sig dag frá degi. Þeir bættu sig leik fyrir leik og með réttum áherslum og vinnu er stefnan sett á að vera uppá sitt besta í A-riðli í vor þegar mest liggur við.

Þjálfarar drengjanna eru Pálmi Þór og Jón Ingi Baldvinsson, Jón Ingi var kátur með frammistöðu sinna manna þegar að fréttaritari hitti hann að máli stuttu eftir mót.