MB11 ára drengir.

MB11 ára drengir.

Helgina 26.-27. nóvember fór fram fjölliðamót hjá MB11 ára fyrir drengi fædda 2005 hjá Stjörnunni í Garðabæ. Að þessu sinni fórum við með 2 lið skráð í D og C riðil.

B lið helgarinnar var skipað ungum piltum úr 5. og 4. bekk þar sem talverð minni skráning var en reiknað var með. Liðið skipaði Atli, Egill, Sigurður, Sævar og Víðir. Drengirnir sýndu hörku fína takta þrátt fyrir að vera 1 og 2 árum yngri en andstæðingurinn. Unnust 3 leikir nokkuð örugglega síðasti leikur helgarinnar var á móti liði Vals sem einnig var taplaust og endaði sá leikur með 2. stiga sigri Valmanna sem fóru þar af leiðandi upp um riðil. Piltarnir lærðu þó helling og þroskuðust mikið þessa helgina og var gaman að fylgjast með þeim.

Eldri hópurinn skipaður þeim Almari, Halldóri, Erni, Kristófer, Frey og Bjartmari léku í C riðli. Strákarnir léku gríðarlega vel á þessu móti og var strax ljóst að þeir ætluðu sér ekki langa dvöl í C-riðli. Þeir spiluðu hörku flotta vörn og léku vel saman í sókninni. Drengirnir unnu fyrstu 3 leikina sína nokkuð örugglega en síðasti leikur helgarinnar var móti Stjörnunni og var það hörkuleikur mikil barátta og lítið gefið eftir en strákarnir unnu þó leikinn nokkuð örugglega þegar upp var staðið og tryggðu sér sæti í B-riðli í næsta móti. Frábært að sjá hversu vel drengirnir náðu saman um helgina fyrst og fremst sterk liðsheild og leikgleði sem einkennir hópinn.

Manuel þjálfari mflk. kvenna er þjálfari strákana í 5.-6.bekk og var með báðum liðum um helgina. Drengjunum í 4.bekk fannst það mjög spennandi þótt þeir viðurkenndu það að hafa ekki skilið „boffs“ nema „senda“ og „lay-up“ þrátt fyrir mikið líf í þjálfaranum á bekknum 🙂

Manuel hafði þetta að segja eftir helgina:
„ Þetta var frábær helgi á þessu skemmtilega móti hjá Stjörnunni. Ég er mjög ánægður að sjá hvernig strákarnir okkar eru að bæta sig dag frá degi og eru að stíga skref framávið í sinni þjálfun. Eitt skref í einu erum við að taka rétta stefnu í þjálfunninni. Þessi mót eru góð fyrir okkur sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum liðum, halda áfram að þróa okkar leik og bæta okkur leik fyrir leik. Við sigruðum 7 leiki af 8 og töpuðum aðeins 1 leik með 2 stigum. Þrátt fyrir að það sé alltaf stefnt að sigri og byggja upp sjálfstraust þá er ég ánægður með framlag allra og orkuna sem drengirnir lögðu í hvern leik, aðalmálið er að allir höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Ég vill þakka strákunum og foreldrum þeirra fyrir frábæra helgi. Áfram Skallagrímur“