Góður sigur í Grindavík

Meistaraflokkur kvenna náði í góð 2 stig í Grindavík í gærkveldi.
Stelpurnar byrjuðu leikinn illa og náðu sér ekki á strik fyrr en undir lok fyrri hálfleiks.
En Tillman og Sigrún Sjöfn sem höfðu á erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik mættu tilbúnar á parketið í seinni hálfleik og liðsheildin skóp þennan sigur.
Skallagrímsliðið kláraði leikinn 61 – 72
Stigaskor,  Tillman 29,  Jóhanna Björk 12,  Sigrún Sjöfn 9,  Kristrún 8,  Fanney Lind 6, Auður 4, Sólrún 2, Guðrún 2