Keflavík sigraði í toppslagnum 55-68

Já stelpurnar okkar töpuðu á laugardaginn, í fyrri hálfleik var Skallagrímur betri aðilinn og leiddi með 5 stigum 34-29.
En í seinni hálfleik mættu Keflavíkurstúlkur mjög ákveðnar til leiks og pressuðu stíft bæði í sókn og vörn, okkar stúlkur virtust ekki finna svar við þessari pressu Keflvíkinga og sáu í raun aldrei til sólar í seinni hálfleik, 29 tapaðir boltar og ekkert lið vinnur með slíka tölfræði.
En Skallagrímsstúlkur munu draga lærdóm af þessum leik og deildarkeppnin er rétt hálfnuð og nóg eftir.
Áfram Skallagrímur.