Stórsigur í Hólminum hjá stelpunum

Stelpurnar tilltu sér á toppinn í Domínosdeild kvenna með Keflavík eftir frábæran sigur í Hólminum 67 – 80, sigurinn var aldrei í hættu frá fyrstu mínútu.
Fjósamenn og einvalalið stuðningsmanna úr Borgarnesi mættu í hólminn með kúabjöllurnar og hvöttu stelpurnar svo undirtók í húsinu, Hólmarar sem ekki eru vanir svona hávaða báðu Skallana vinsamlegast í hálfleik að nota ekki svona hjálpartæki, en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir að kúbjöllurnar voru settar út í bíl í hálfleik þá yfirgnæfðu stuðningsmennirnir úr Borgarnesi stuðningsmenn Snæfellinga svo gjörsamlega í seinni hálfleik, að að það sló nánast á þögn í húsinu þegar Borgnesingar fóru í sókn.
Áfram Skallagrímur.

316 birtingar