Stelpurnar á toppinn með sigri á Keflvíkingum um helgina.

**Skallagrímsstúlkur á toppinn í Dómínosdeild kvenna.**
Já stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu litlu slátrarana frá Keflavík í hörkuspennandi leik í Fjósinu í dag.
Leikurinn endaði 71-69 Frábært hjá Manuel og og stelpunum.
Það var liðsheildin sem skóp þennan sigur í kvöld
og kjörorðið “sameinaðar stöndum vér” á vel við þennann leik.