Þriðji leikurinn á Ásvöllum í kvöld – Allir á völlinn!

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld í DB Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Haukum og því skiptir öllu máli að Skallagrímur landi sigri í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru allir stuðningsmenn Skallagrímsmenn hvattir til að mæta á Ásvelli og hvetja Skallagrímskonur til sigurs.

Áfram Borgarnes!