Skallagrímsfólk í landsliðsverkefnum

Fjórir leikmenn Skallagríms hafa verið valdir til landsliðsverkefna með yngri landsliðum Íslands í körfubolta á komandi sumri. Þetta eru Bjarni Guðmann Jónsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem valdir voru í æfingahóp U20 ára landsliðs karla, Bríet Lilja Sigurðardóttir, sem var valin í æfingahóp U20 ára landsliðs kvenna og Marinó Þór Pálmason, sem var valinn í lokahóp U16 ára landsliðs drengja.

U16 ára landsliðið keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi júní og á Evrópumóti FIBA síðar í sumar. U20 ára landslið karla og kvenna keppa á FIBA Evrópumótinu í sumar. Lokahópar U20 landsliðanna verða valdir síðar í vor.

Þá er rétt að geta þess að þjálfarateymi meistaraflokks karla sér um þjálfun U20 ára landsliðs kvenna, þeir Finnur Jónsson sem er aðalþjálfari og Hörður Unnsteinsson sem er aðstoðarþjálfari.

Við óskum okkar fólki góðs gengis fyrir Íslands hönd!