Eyjólfur leikmaður ársins í 1. deild – Finnur þjálfari ársins

Eyjólfur Ásberg Halldórsson var útnefndur leikmaður ársins í 1. deild karla á verðlaunahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu í dag. Eyjólfur var einnig valinn í lið ársins ásamt Bjarna Guðmanni Jónssyni.

Eyjólfur sækir að körfunni í leik gegn FSu í vetur. Mynd. Ómar Örn.

Eyjólfur var öfluga tölfræði á tímabilinu, var með 18,2 stig, 10,3 fráköst og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Bjarni Guðmann á vítalínunni. Mynd. Ómar Örn.

Bjarni Guðmann var með 9,6 stig, 4,9 fráköst, 2,3 stoðsendingar og 2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Þá var Finnur Jónsson valinn þjálfari ársins í 1. deild karla á hófinu.

Finnur Jónsson fagnar deildarmeistaratitlinum í lokaleik tímabilsins ásamt lærisveinum sínum. Mynd. Ómar Örn.

Okkar menn eru vel að þessu komnir enda sigraði Skallagrímur örugglega í 1. deild í vetur með 42 stig (21 sigur / 3 töp). Liðið tryggði sér því sæti í Dominos deildinni að ári undir stjórn Finns.

Við óskum okkar mönnum innilega til hamingju með verðlaunin!

Titilmynd: Eyjólfur, Finnur og Bjarni með verðlaunin á verðlaunahófinu í hádeginu. Mynd. karfan.is