Davíð snýr aftur – Atli áfram

Davíð Ásgeirsson hefur ákveðið að snúa aftur í leikmannahóp Skallagríms eftir eins árs hlé og leikur með liðinu á næsta tímabili í Dominos deildinni. Þá hefur Atli Aðalsteinsson endurnýjað samning sinn við Skallagrím og verður einnig með á næsta tímabili.

Davíð tók sér hlé frá körfunni síðasta vetur en lék síðast með liðinu í Dominos deildinni tímabilið 2016-2017 þar sem hann skoraði 3,5 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali í leik. Atli var aftur á móti í liði Skallagríms í 1. deildinni á yfirstandandi tímabili þar sem hann skoraði 2,5 stig að meðaltali í leik og gaf 2,1 stoðsendingu.

Frekari tíðindi af leikmannamálum munu berast á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur! Áfram Borgarnes!