Kristján Örn og Arnar Smári áfram

Hinir ungu og efnilegu leikmenn Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason hafa skrifað undir samning við Skallagrím og verða í leikmannahópi liðsins á næsta tímabili.

Kristján Örn sem leikur stöðu framherja tók mikilvægum framförum á síðasta tímabili þar sem hann var með 5,7 stig í leik og 3 fráköst. Hann lék stórt hlutverk í liði unglingaflokks karla á tímabilinu sem komst í 8-liða úrslit í Íslandsmótinu og var valinn mikilvægasti leikmaður unglinaflokks á lokahófi Skallagríms í vor. Kristján verður 21 árs í september.

Arnar Smári, sem verður 17 ára í júní, leikur stöðu bakvarðar og hefur verið að taka góðum framförum á liðnum árum. Hann lék stórt hlutverk í liðum drengja- og unglingaflokks Skallagríms í vetur og kom við sögu í nokkrum leikjum meistaraflokks.

Fleiri fregnir af leikmannamálum eru væntanlegar.

Áfram Skallagrímur! Áfram Borgarnes!