Ari Gunn endurráðinn

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurráðið Ara Gunnarsson sem þjálfara meistaraflokk kvenna í Dominos deildinni næsta vetur. Ari tók við liðinu þegar nokkuð var liðið á síðasta tímabil og leiddi það inn í úrslitakeppni Dominos deildarinnar. Þar mætti Skallagrímur fyrnasterku liði Hauka sem bar sigurorð í viðureigninni.

Þetta verður því annað tímabil Ara með Skallagrím en hann þjálfaði áður lið Vals í Dominos deildinni.

Eins og Skallagrímsmenn þekkja vel þá er Ari flestum hnútum kunnugur í Borgarnesi en hann lék um tíu ára skeið með meistaraflokki Skallagríms í efstu deild.

Mynd: karfan.is/Bára Dröfn.