Matej Buovac í Skallagrím

Skallagrímur hefur samið við framherjann Matej Buovac um að leika með liðinu í Dominos deildinni á næsta tímabili. Matej er 25 ára gamall og er frá Króatíu en hann er 2,01 m á hæð.

Matej leikur stöðu framherja en getur þó brugðið sér í allar stöður á vellinum. Hann lék með KK Zagreb í Króatísku úrvalsdeildinni í fyrra þar sem hann var með 10,7 stig að meðaltali í leik. Áður lék hann í NCCA D1 háskólaboltanum í Bandaríkjunum, fyrst með New Mexico State og síðar með Sacred Heart University. Á útskriftartímabili sínu með Sacred Heart var hann með 9 stig að meðaltali í leik.

Þá á Matej að baki landsleiki með U18 og U20 ára landsliðum Króatíu.

Við bjóðum Matej velkominn í Borgarnes!

Mynd: Matej í leik með KK Zagreb síðasta vetur. Ljósmynd/KK Zagreb.hr