Leikstjórnandinn Ivan Mikulic í Skallagrím

Skallagrímur hefur samið við króatíska leikstjórnandann Ivan Mikulic um að leika með liðinu í Dominos deildinni í vetur. Mikulic er 27 ára gamall og kemur í Borgarnes frá rúmenska úrvalsdeildarliðinu SCM U Craiova þar sem hann var með 11,7 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Mikulic hefur leikið með liðum víða um Evrópu við góðan orðstír á ferlinum, m.a. í heimalandinu Króatíu, Slóveníu og Tékklandi. Hann á einnig leiki með yngri landsliðum Króatíu.

Von er á Mikulic til landsins á fimmtudagskvöldið og mun hann þreyta frumraun sína í gulu og grænu þegar Skallagrímur mætir Hetti frá Egilsstöðum í æfingaleik í Borgarnesi næst komandi sunnnudag.

Sjá má myndband með tilþrifum Mikulic með Craiova á síðustu leiktíð hér.

Við bjóðum Mikulic velkominn í Skallagrím!