Sala árskorta 2018-2019 að hefjast

Nú fer óðum að styttast í nýtt tímabil í körfunni. Spennan magnast!

Hér að neðan er að finna verð á árskortum á komandi tímabili. Vekjum sérstaka athygli á hærra verði inn á staka leiki, 2.000 kr. og því enn hagstæðara en ella að kaupa árskort. Prósentutalan hér að neðan sýnir afslátt miðað við fullt verð við kaup á viðkomandi korti.

ATH – Nýbreytni! Nú getur fólk keypt sér sitt eigið sæti á áhorfendabekkjunum sem yrði merkt því og það ætti forgang í meðan á leik stendur.

Verð:

Fjölskyldukort á alla leiki karla og kvenna- 35.000 (65%)
Fjölskyldukort á alla leiki karlaliðs-22.500 (49%)
Fjölskyldukort á alla leiki kvennaliðs-22.500 (60%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki karla og kvenna-25.000 (50%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki karlaliðs-15.000 (32%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki kvennaliðs-15.000 (46%)
Frátekið sæti-20.000

Fríðindi fyrir árskorthafa: Hamborgarinn fyrir leiki á 1.000 kr. (þegar við grillum). Aldrei að vita nema það bætist við fríðindin, tilkynnum það þá þegar þar að kemur.

Hefjum sölu árskorta á æfingaleik karlaliðs Skallagríms og Hattar sem fram fer í Borgarnesi á morgun sunnudag kl. 13.

Áfram Skallagrímur!