Liðakynning meistaraflokka Skallagríms

Annað kvöld, laugardagskvöld, verður liðakynning á Dominosdeildar liðunum okkar en hún fer fram í Englendingarvík í Borgarnesi. Þar munu leikmenn og þjálfarar kynna sig einn af öðrum og segja aðeins frá sér.

Liðakynningin hefst kl. 21:00.

Þegar því er lokið geta áhangendur spjallað við leikmenn og haft gaman.

Við hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og fá sér smá hressingu og kynnast liðunum sínum fyrir átökin í vetur!

Sjá nánar í viðburð liðakynningarinnar á Facebook: https://www.facebook.com/events/932636773591503/?ti=ia

Áfram Skallagrímur!