Stuð framundan: Skemmtikvöld Skallagríms 10. nóvember

Það verður glatt á hjalla í Hjálmakletti í Borgarnesi 10. nóvember næst komandi þegar körfuknattleiksdeild Skallagríms efnir til skemmtikvölds. Boðið verður upp á líflega dagskrá og hlaðborð af gómsætum réttum.

Miðaverð er 3000 kr. og rennur allur ágóði í starf körfuknattleiksdeildar Skallagríms.

Miðar eru til sölu hjá leikmönnum og stjórnarfólki í stjórnum og ráðum körfuknattleiksdeildar. Miðar eru einnig til sölu í verslun Tækniborgar að Borgarbraut 61 í Borgarnesi.

Sjá nánar um dagskránna í auglýsingunni hér að neðan. Áfram Skallagrímur!