Sigrún Sjöfn valin í landsliðið

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í leikmannahóp A-landsliðs kvenna sem mætir Slóvakíu og Bosníu í undankeppni fyrir EuroCup 2019. Meðal þeirra er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms. Óskum Sigrúnu til hamingju með valið og sendum baráttukveðjur til landsliðsins í leikjunum framundan.

Leikirnir fara fram í Laugardalshöll og eru leikdagar eftirfarandI:

Ísland – Slóvakía laugardaginn 17. nóv. kl. 16:00

Ísland – Bosnía miðvikudaginn 21. nóv. kl. 19:45

Áfram Ísland!