Skemmtikvöldi aflýst

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa skemmtikvöldi Skallagríms sem átti að fara fram í Hjálmakletti í Borgarnesi á morgun. Því miður gekk miðasala ekki eins og væntingar stóðu til.

Þeir sem keyptu miða geta fengið þá endurgreidda með því að hafa samband við þann aðila sem þeir keyptu miðana af. Einnig er hægt að hafa samband við Kristínu Jónsdóttur (s. 844 2392) eða Ragnheiði Guðmundsdóttur (s. 896 6678) varðandi endurgreiðslu.