Almar valinn í Úrvalsbúðir KKÍ & Kristals

Skallagrímsmaðurinn Almar Orri Kristinsson hefur verið valinn í Afreksbúðir KKÍ & Kristals 2019. Í búðunum koma saman 54 strákar, fæddir árið 2005, sem hafa verið valdir af yfirþjálfara búðanna, Snorra Erni Arnaldssyni. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands og því mikill heiður fyrir Almar að vera valinn. Búðirnar fara fram 8. – 9. júní nk. í Origo-höllinni að Hlíðarenda í Reykjavík.

Almar hefur leikið í vetur með 9. – 10. flokki drengja hjá Skallagrími og tekið góðum framförum. Einnig hefur hann leikið með sameiginlegu liði Snæfell/Skallagrímur í 8 flokki í vetur.

Við óskum Almari til hamingju með valið og góðs gengis í afreksbúðunum í júní!