Bjarni Guðmann fer í háskólaboltann í Bandaríkjunum

Bjarni Guðmann Jónsson heldur á vit nýrra ævintýra næsta vetur í Bandaríkjunum. Þar hefur hann háskólanám við Fort Hays State University í Kansas og leikur með liði skólans Í NCAAII deildinni.

Bjarni Guðmann, sem verður 20 ára í sumar, er uppalinn Skallagrímsmaður og Borgnesingur og hefur tekið stórstigum framförum á undanförnum árum. Hann var burðarás í liði meistaraflokks karla í Dominos deildinni í vetur og hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum.

Við óskum Bjarna góðs gengis í baráttunni vestanhafs næsta vetur!