Björgvin valinn í æfingahóp A-landsliðsins

Björgvin Hafþór Ríkharðsson, fyrirliði Skallagríms í vetur, hefur verið valinn í æfingahóp A-landsliðs karla vegna þátttöku Íslands á Smáþjóðaleikunum í lok mánaðarins.

Tilkynnt var um valið í dag en alls voru 16 leikmenn valdir. Hópurinn hefur verið við æfingar síðan á mánudaginn og verður endanlegur 12 manna hópur valinn eftir komandi helgi.

Eins fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Björgvin samið við Grindavík og mun því ekki leika með Skallagrími næsta vetur í 1. deildinni.

Við óskum Björgvini til hamingju með valið! Um leið þökkum við honum fyrir veturinn og óskum honum góðs gengis suður með sjó á næsta tímabili!