Góð frammistaða hjá minnibolta stelpna í lokaumferðinni

Um síðustu helgi fóru fóru stelpurnar í minnibolta 10 ára og kepptu á lokamótinu á Íslandsmótinu í þeim aldursflokki.

Skallagrímur sendi tvö lið til leiks að þessu sinni en A-liðið keppti í A-riðli á meðan að B-liðið keppti í D-riðli.

Mótherjar A-liðsins að þessu sinni voru Ármann, Grindavík, Keflavík, KR og Þór Akureyri. Fyrirfram var veik von um að tækist að landa Íslandsmeistaratitlinum en þá hefðum við þurft að vinna alla okkar leiki og treysta á úrslit úr öðrum leikjum. Annað af þessu gerðist. Á laugardeginum byrjuðum við á því að spila á móti KR en sá leikur endaði 16-18 fyrir KR en sigurkarfa þeirra kom þegar 6 sekúndur voru eftir af leiknum. Næsta verkefni stelpnana var leikur gegn Grindavík en þar hafðist 18-14 sigur. Síðasti leikur laugardagsins var gegn liði Þórs Akureyri en endaði sá leikur með 6 stiga tapi 18-24 í framlengdum leik. Á sunnudeginum áttum við 2 leiki og byrjuðum gegn Keflavík en við töpuðum þeim leik 14-16 en Keflavík skoraði sigurkörfuna frá miðju þegar um 3 sekúndur voru eftir! Í síðasta leiknum spiluðum við svo við Ármann en þar hafðist sigur 29-10 í mjög vel spiluðum leik hjá okkar stelpum.

Mótherjar B-liðsins að þessu sinni voru Afturelding, Haukar c, Haukar d og Stjarnan c. Á laugardeginum spiluðu stelpurnar við Aftureldingu þar sem þær töpuðu 16-18 eftir hetjulega baráttu þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Síðan var seinni leikurinn á laugardeginum gegn gestgjöfunum í Haukum c þar sem stelpurnar þurftu að játa sig sigraðar 20-32. Á sunnudeginum spiluðu þær síðan við d lið Hauka og hafðist sigur í þeim leik 18-12 í frábærlega spiluðum leik. Síðasti leikur helgarinnar var síðan spilaður við c lið Stjörnunar og þar hafðist sigur 10-6. Afrakstur helgarinnar því 2 sigrar og 2 töp og 3. Sætið í riðlinum raunin.

Það er ljóst að það er ekki langt á milli bestu liða í þessum aldursflokki og er mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu árum. Framfarirnar í þessum hópi hafa verið stórkostlegar núna á þessu ári hjá öllum stelpunum. Þjálfari minnibolta 10 ára stelpna er Rúnar Ólason.