Góður vetur að baki hjá 8. flokki stelpna

Reykdælir og Skallagrímur sendu í haust sameiginlegt lið í 8.flokki stelpna til keppni á Íslandsmótinu. Stelpurnar hófu keppni í A-riðli í haust en þær höfðu unnið sér rétt til að spila þar með því að fara taplausar í gegn um Íslandsmótið í fyrra. Stelpurnar náðu að halda sæti sínu í A-riðli í allan vetur.

Á lokamótinu sem fram fór í Keflavík um síðustu helgi fóru leikar þannig að Keflavík sigraði og urðu þannig Íslandsmeistarar í þriðja skiptið í röð. En úrslitin á Íslandsmótinu urðu annars þannig.

1 sæti Keflavík 8 stig.

2. Sæti KR 4 stig.

3. Sæti Þór/Hrunamenn 4 stig

4. Sæti Reykdælir/Skallagrímur 4 stig.

5. Sæti Hamar/Selfoss 0 stig

Þess má geta að Skallagríms stelpurnar sem spiluðu með liðinu eru allar úr 7. Flokki og er þar með að spila upp fyrir sig með þessu sameiginlega liði.

Þjálfarar liðsins eru þau Guðjón Guðmundsson frá Reykdælum og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir frá Skallagrími

Frábær árangur hjá stelpunum sem gefur góð fyrirheit fyrir framtíðina hjá þeim á körfuboltavellinum!