Sigrún og Bjarni valin mikilvægust

Lokahóf meistaraflokka Skallagríms fór fram í félagsheimili hestamanna að Vindási í Borgarnesi á föstudaginn 24. maí sl.

Þar voru verðlaun veitt fyrir tímabilið. Mikilvægusu leikmenn voru valin þau Bjarni Guðmann Jónsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Bjarni var með 12,1 stig, 5,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur og Sigrún Sjöfn með 10,8 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar.

Varnarmenn ársins voru valin þau Maja Michalska og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Einnig voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir en þau hlutu Ragnar Magni Sigurjónsson og Árnína Lena Rúnarsdóttir.

Við óskum þessum leikmönnum okkar til hamingju með verðlaunin.

Að lokum gaf stjórn deildarinnar Bjarni Guðmann sérstaka Skallagríms treyju til að hafa með sér til Bandaríkjanna með slagorðinu “Get-Ætla-Skal”. Sem kunnugt hefur Bjarni háskólanám við Fort Hays State í Kansas næsta haust og mun leika með liði skólans í NCAA2 deildinni. Stjórn deildarinnar óskaði Bjarna velfarnaðar vestra og vonast til að treyjan nýtist honum sem gott pepp á nýjum slóðum.

Bjarni Guðmann með treyjuna góðu og verðlaunin sín.

Titilmynd: Frá vinstri Árnína, Maja, Sigrún, Ragnar og Björgvin, öll með verðlaunin sín.