Samið við Kristján og Almar

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samninga sína við þá Kristján Örn Ómarsson og Almar Örn Björnsson og munu þeir taka slaginn með Skallagrími í 1. deildinni næsta vetur. Báðir eru þeir uppaldir Skallagrímsmenn og hafa tekið góðum framförum á liðnum árum en þeir leika stöðu framherja. Samningar þeirra eru til tveggja ára og munu þeir styrkja meistaraflokk vel í baráttunni framundan.

Fleiri tíðindi eru væntanleg af leikmannamálum meistaraflokks karla á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Almar og Kristján handsala samninga við Birgi Andrésson í meistaraflokksráði karla.