Kristófer snýr aftur í Skallagrím

Kristófer Gíslason er genginn aftur í raðir Skallagríms og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Kristófer lék með Hamri frá Hveragerði í 1. deildinni frá síðustu áramótum eftir að hafa söðlað um úr Skallagrími og komst hann með Hvergerðingum í úrslitakeppni 1. deildar. Ánægja er með að fá Kristófer aftur í gult og grænt en hann er uppalinn Skallagrímsmaður og leikur stöðu bakvarðar. Samningur hans er til tveggja ára.

Fleiri tíðindi af leikmannamálum verða tilkynnt á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Kristófer handsalar samninginn við Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokksráði karla.