Bergþór Ægir áfram í Skallagrími

Framherjinn Bergþór Ægir Ríkharðsson hefur endurnýjað samning sinn við Skallagrím. Bergþór, sem leikur stöðu framherja, kom í Borgarnes fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu í Dominos deildinni þar sem hann var með 2,1 stig að meðaltali í leik.

Bergþór er 21 árs gamall en hann hóf körfuboltaiðkun hjá Skallagrimi á sínum tíma. Eftir að hafa flutt úr Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni fór hann í Fjölni þar sem hann lék fyrstu tímabil sín í meistaraflokki. Leiðin lá svo austur til Egilsstaða í herbúðir Hattar í eitt tímabil áður en hann kom í Skallagrím.

Mikil ánægja er með að Bergþór verði áfram í Borgarnesi og mun vera hans styrkja Skallagrímsmenn vel í 1. deildinni næsta vetur. Samningur Bergþórs er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Bergþór handsalar nýja samninginn við Birgi Andrésson og Arnar Víði Jónsson hjá meistararflokkaráði karla í sumarblíðunni í Borgarnesi.