Gunnar og Marinó taka slaginn með Skallagrími

Körfuknattleiksdeild Skallagríms gekk í dag, á Þjóðhátíðardeginum 17. júní, frá samningum við þá Gunnar Örn Ómarsson og Marinó Þór Pálmason. Þeir munu því taka slaginn með meistaraflokki í 1. deildinni næsta vetur.

Þeir félagar eru uppaldir Skallagrímsmenn en léku sl. vetur með U17 ára liði EVN skólaliðsins í Danmörku með mjög góðum árangri. Gunnar er 17 ára gamall og leikur stöðu framherja en Marinó sem er 16 ára leikur stöðu bakvarðar.

Mikil ánægja er með samningana við Gunnar og Marinó sem hafa sýnt miklar framfarir á liðnum árum og eiga framtíðina fyrir sér á körfuboltavellinum. Samningur þeirra er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Gunnar og Marinó eftir undirritun ásamt meistaraflokks ráði karla í Skallagrímsgarði.