Hjalti Ásberg og Ásbjörn með Skallagrími næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við þá Hjalta Ásberg Þorleifsson og Ásbjörn Baldvinsson um að leika með meistaraflokki í 1. deildinni næsta tímabil.

Hjalti, sem er uppalinn Skallagrímsmaður, kemur í Skallagrím frá ÍA þar sem hann lék með þeim í 2. deildinni á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Skallagrími og eitt tímabil í Hveragerði með Hamri. Hjalti leikur stöðu bakvarðar og er 25 ára gamall.

Ásbjörn, sem leikur stöðu framherja, kemur í Skallagrím frá Ármanni í 2. deildinni. Áður var hann í herbúðum Skallagríms en hann er upprunninn úr yngri flokkum ÍA. Hann er 20 ára gamall og er frá bænum Skorholti í Hvalfjarðarsveit.

Samningar þeirra eru til tveggja ára og er ánægja með að fá þá í okkar raðir á ný!

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Hjalti og Ásbjörn handsala samninga við þá Birgi Andrésson og Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokksráði karla.