Isaiah Coddon gengur til liðs við Skallagrím

Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Coddon hefur gengið í raðir Skallagríms og samið við félagið til tveggja ára. Isaiah er frá St. Paul í Minnesota og er 23 ára gamall. Hann lék áður með skólaliði RCTC háskólans í Rochester í Minnesota og einnig með skólaliði St. Marys University í Leavenworth í Kansas.

Isaiah er nýfluttur í Borgarfjörðinn ásamt íslenskri kærustu sinni og ætlar að taka slaginn með Skallagrími í 1. deildinni næsta vetur. „Ég hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni framundan hjá félaginu og að berjast með liðsfélögum mínum á vellinum. Áfram Skallagrímur!“ segir Isaiah sem leikur bæði stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar.

Ánægja er með að fá Isaiah í Borgarnes og er hann boðinn velkominn í Skallagrím. Koma hans mun styrkja liðið vel í komandi átökum!

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Isaiah handsalar samninginn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla á fjölunum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.