Samið við Arnar Smára

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur gengið frá samningum við bakvörðinn öfluga Arnar Smára Bjarnason. Arnar Smári er 19 ára gamall og uppalinn Skallagrímsmaður. Hann hefur verið í herbúðum meistaraflokks Skallagríms undanfarin tímabil en söðlaði um á miðri síðustu leiktíð og gekk í raðir ÍR þar sem hann spilaði með unglingaflokki félagsins. Allt síðasta tímabil lék hann einnig með liði ÍA í 2. deildinni á venslasamningi og var lykilmaður í liðinu.

Ánægja er með að fá Arnar Smára aftur heim í Borgarnes og munu kraftar hans nýtast vel í 1. deildinni næsta vetur. Samningur hans er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Arnar Smári og Birgir Andrésson hjá meistaraflokksráði karla handsala samninginn á fjölunum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.