Samið við Þórunni Birtu

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samninga við Þórunni Birtu Þórðardóttur og verður hún í leikmannahópi meistaraflokks kvenna næsta vetur. Birta er uppalinn Skallagrímskona og hefur verið með meistaraflokki undanfarin þrjú tímabil og tekið góðum framförum. Hún er 18 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar.

Frekari tíðindi af leikmannamálum meistaraflokks kvenna munu berast á næstunni.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Birta ásamt Guðveigu Lind Eyglóardóttur og Þórhildi Maríu Kristinsdóttur hjá meistaraflokksráði kvenna að undirritun lokinni.