Samið við Árnínu og Örnu

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samninga við þær Árnínu Lenu Rúnarsdóttur og Örnu Hrönn Ámundadóttur og munu þær leika með Skallagrími í Domino’s deildinni í vetur.

Árnína kom frá Njarðvík fyrir síðasta tímabil og var hún fastamaður í liðinu með 4,6 stig að meðaltali í leik. Hún er 25 ára og leikur stöðu framherja.

Arna, sem er 17 ára, er uppalinn Skallagrímskona og leikur stöðu bakvarðar. Hún hefur verið í meistaraflokki undanfarin tímabil og tekið góðum og jöfnum framförum.

Frekari tíðindi af leikmannamálum meistaraflokks kvenna eru væntanleg á næstunni.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Árnína og Arna handsala samninga við Guðveigu Lind Eyglóardóttur hjá meistaraflokksráði kvenna.