Sigrún Sjöfn áfram í herbúðum Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og mun hún því leika í gulu og grænu í vetur. Sigrún, sem er 30 ára gömul og Borgnesingur í húð og hár, er reynslumeisti leikmaður liðsins og fyrirliði og því dýrmætt að Skallagrímur njóti krafta hennar áfram.

Sigrún á glæsilegan feril að baki í meistaraflokki og á að baki á þriðja hundrað leikja í úrvalsdeild og hampað Íslands- og bikarmeistaritlum. Þetta gerir hana að einum reynslumesta leikmanni Domino’s deildarinnar. Hún hefur leikið með Haukum, KR, Hamri, Grindavík og svo Skallagrími síðan 2015. Þá á hún að baki fjölda leikja með A-landsliði Íslands.

Deildin lýsir yfir ánægju sinni með að hafa Sigrúnu áfram í herbúðum Skallagríms.

Frekari fregnir af meistaraflokki kvenna berast á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!