Charlotte Thomas-Rowe gengur til liðs við Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bresku körfuboltakonuna Charlotte Thomas-Rowe og mun hún leika með meistaraflokki kvena í Domino’s deildininni í vetur.

Charlotte, eða Charlie eins og hún er kölluð, er 24 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar. Hún lék með skólaliði Grande Prairie Regional College (GPRC Wolves) í Alberta fylki í Kanada árið 2016 og hefur síðan leikið með félagsliðum á Ítalíu og í Danmörku. Síðasta tímabil lék hún með Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni.

Við bjóðum Charlie velkomna í Borgarnes og hlökkum til að sjá hana taka slaginn með Skallagrími í vetur!

Áfram Skallagrímur!