Inga Rósa snýr aftur í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Ingu Rósu Jónsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Inga Rósa er 18 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar en hún er uppalinn Skallagrímskona.

Hún gekk í raðir Snæfells fyrir tveimur árum og lék með þeim tímabilið 2017-2018 en tók sér hlé frá körfunni síðasta vetur. Hún hefur nú snúið aftur heim í heimahagana og tekur slaginn með Skallagrími í Domino’s deildinni í vetur.

Ánægja er með komu Ingu Rósu í Skallagrím og mun hún þétta raðir meistaraflokks kvenna enn frekar.

Frekari tíðindi af meistaraflokki kvenna eru væntanleg á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Inga Rósa handsalar samninginn við Þórhildi Maríu Kristinsdóttur hjá kvennaráði körfuknattleiksdeildar Skallagríms.