Samið við Lisbeth og Heiði

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Lisbeth Ingu Kristófersdóttur og Heiði Karlsdóttur um að leika og æfa með meistaraflokki kvenna í vetur. Báðar eru þær 14 ára gamlar og koma úr uppsveitum Borgarfjarðar. Þær hafa æft með Umf. Reykdælum á undanförnum árum og leikið með sameiginlegum liðum Reykdæla og Skallagríms í yngri flokkum kvenna.

Báðar eru þær efnilegar körfuboltakonur sem hafa tekið jöfnum og góðum framförum en þær voru sem dæmi valdar í Afreksbúðir KKÍ og Kristals sl. vor. Þá æfðu þær með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili.

Frekari tíðindi af meistaraflokki kvenna eru væntanleg á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Lisbeth og Heiður handsala samninga við Hauk Erlingsson hjá kvennaráði körfuknattleiksdeildar Skallagríms