Guðrún Ósk er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ráðið Guðrúnu Ósk Ámundadóttur sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna. Guðrún var aðstoðarþjálfari meistaraflokks á síðasta tímabili og í leikmannahópi Skallagríms. Einnig hefur hún þjálfað yngri flokka hjá félaginu undanfarin ár.

Hún er 32 ára gömul og er Borgnesingur í húð og hár sem byrjaði að æfa körfu með yngri flokkum Skallagríms. Hún á að baki langan feril í meistaraflokki og fjölda leikja í efstu deild með Haukum, KR og svo Skallagrími og hefur hampað bæði Íslands- og bikarmeistaratitlum sem leikmaður.

Ánægja er með komu Guðrúnar í þjálfarastólinn en hún byrjaði að stýra liðinu fyrr í mánuðinum. Hún undirbýr nú öflugan hóp meistaraflokks kvenna af fullum krafti fyrir átök vetrarins.

Áfram Skallagrímur!