Tilkynning: Manuel hættir – Atli tekur við

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur sagt upp samningi sínum við Manuel Rodriguez en hann hefur þjálfað meistaraflokk karla frá því í sumar. Manuel er þakkað fyrir sín störf fyrir félagið og er óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Atli Aðalsteinsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, mun taka við þjálfun liðsins tímabundið hið minnsta þangað til annað verður ákveðið. Atli mun því stýra liðinu á morgun gegn Vestra í Borgarnesi.

Kkd. Skallagríms