Sumaræfingar kkd. Skallagríms 2020

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í samvinnu við B59 Hotel í Borgarnesi bjóða uppá æfingar fyrir krakka fædda 2003 – 2011 í allt sumar þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaðar æfingar, tækni og grunnatriði svo sem fótavinnu, boltatækni, skottækni ásamt fleiru.

Æfingar eru samkvæmt meðfylgjandi töflu en í viku 25 og 33 verða örlítið breyttir æfingatímar þar sem sumarfjörið verður á sama tíma.
Ein vika kostar 3000 kr.- en boðið er uppá afslátt eftir því sem keyptar eru fleiri vikur og fer skráningin fram í gegnum Nóra kerfið https://umsb.felog.is/default.aspx

Umsjónarmaður sumarsins verður Marinó Þór Pálmason en margir þjálfara munu koma að þessu með honum. Fransico García verður þrjár vikur í júní áður en hann heldur til annarra starfa. Seinni part sumarsins munu fleiri góðir þjálfarar ásamt leikmönnum meistaraflokks aðstoða við þjálfunina. Má nefna Bjarna Guðmann Jónsson leikmann Fort Hays Bandaríkjunum, Nebosja Knezeviz leikmann mflk. KK, Pálmi Þór Sævarsson og  Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður mflk. kvk ofl.

Tímasetningar

Æfingar verða sem hér segir mánudag- fimmtudaga nema í viku 25 og 33 vegna sumarfjörs.

2009 – 2011 strákar og stelpur  
kl: 09:00 – 10:30
2008 – 2006  strákar og stelpur
kl: 10:30 – 12:00   ( 12:00 – 13:30 í vikum 25 og 33 )
2005 – 2003  strákar og stelpur
Mánudaga og Miðvikudaga. kl 17:00 – 18:30
Þriðjudagar og fimmtudagar kl: 18:00 – 19:30 

*ATH Krakkar fæddir 03-08 hafa val um að færa sig milli hópa ef það gengur betur uppá æfingatíma að gera vegna sumarvinnu.

Skotæfingar 07:00 – 08:00 þriðjudaga og fimmtudaga sömu vikur er innifalið ásamt því að möguleiki er að fá einstaklings tíma á föstudögum í samráði við þjálfara.

Dagskrá

Vika 24 Mánudag – Fimmtudag  8. – 11. Júní
Vika 25 Mánudag – Föstudag  15-19. Júní – SUMARFJÖR  ( 17. JÚNÍ miðvikudegi)
Vika 26 Mánudag – Fimmtudag   22 – 25. Júní
Vika 27 – FRÍ 29. Júní – 3. Júlí
Vika 28 Mánudag – Fimmtudag  6 – 9. Júlí
Vika 29 Mánudag – Fimmtudag 13 – 16. Júlí
Vika 30 Mánudag – Fimmtudag 20 – 23. Júlí
Vika 31 – FRÍ  27 – 31. Júlí 
Vika 32 – Frí   3 – 7. Ágús

Vika 33 – Mánudag – Fimmtudag  – SUMARFJÖR 10 – 13. Ágúst
Vika 34 – Mánudag – Fimmtudag  17 – 20. Ágúst

Gjaldskrá 1 – 8 vikur*

1 vika  3.000 kr.
2  vikur 6.000 kr.
3 vikur  7.500 kr
4 vikur  10.000 kr
5 vikur  12.500 kr
6 vikur  15.000 kr
7 vikur  16.000 kr
8 vikur  18.000 kr

*Hægt er að kaupa t.d 4 vikur og nýta þær hvenær sem er yfir sumarið. Greitt fyrir vikur

 

Sumaræfingar kkd. Skallagríms 2020: æfingatímar hópa
Sumaræfingar kkd. Skallagríms 2020: æfingatímar í viku 25 15.-19. júní
Sumaræfingar kkd. Skallagríms 2020: æfingatímar í viku 33 10.-14. ágúst