Frontur

Þriðji leikurinn á Ásvöllum í kvöld – Allir á völlinn!

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld í DB Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Haukum og því skiptir öllu máli að Skallagrímur landi sigri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru allir stuðningsmenn Skallagrímsmenn hvattir til að mæta á Ásvelli og […]

Finnur áfram með meistaraflokk karla – Hörður verður aðstoðarþjálfari

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Finn Jónsson um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla. Finnur hefur verið við stjórnvölinn í meistaraflokki frá ársbyrjun 2014 og leiddi liðið til góðs sigurs í 1. deild karla í vetur sem tryggði því sæti í Dominos deildinni næsta tímabil. Finnur, sem er Borgnesingur í húð og hár, var áður […]

Frá aðalfundi körfuknattleiksdeildar

Þriðjudagskvöldið 20. mars s.l. var aðalfundur körfuknattleiksdeildarinnar haldinn. Var þar farið yfir starf og rekstur deildarinnar á árinu 2017 og stöðu mála almennt hjá deildinni. Mjög góð mæting var á fundinn og umræður góðar, gestur fundarins var Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Kosið var í stjórnir og ráð á fundinum og er stjórn deildarinnar þannig […]

Aðalfundur 20.mars n.k. kl. 20:00

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms verður haldinn þriðjudaginn 20. mars n.k.  Fundurinn verður haldinn í samkomusal Brákarhlíðar og hefst kl. 20:00 Gestur fundarins verður Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands Dagskrá samkvæmt lögum aðalstjórnar Skallagríms: Formaður setur fundinn Kosinn fundarstjóri Kosinn fundarritari Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári […]

Facebook