Frontur

Bjarni Guðmann fer í háskólaboltann í Bandaríkjunum

Bjarni Guðmann Jónsson heldur á vit nýrra ævintýra næsta vetur í Bandaríkjunum. Þar hefur hann háskólanám við Fort Hays State University í Kansas og leikur með liði skólans Í NCAAII deildinni. Bjarni Guðmann, sem verður 20 ára í sumar, er uppalinn Skallagrímsmaður og Borgnesingur og hefur tekið stórstigum framförum á undanförnum árum. Hann var burðarás […]

Sigrún Sjöfn í æfingahóp fyrir Smáþjóðaleikanna

Æfingahópur A-landsliðs kvenna hóf undirbúning í gær fyrir Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Svarfjallalandi 27. maí – 1. júní. Skallagrímur á einn fulltrúa í æfingahópnum en það er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna. Lokahópurinn verður valinn fljótlega en landsliðsþjálfari er Benedikt Guðmundsson. Mynd: Frá æfingu landsliðsins í gær í Dalhúsum í Grafarvogi/kki.is

Aðalfundur 2019: Ný stjórn kjörin

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Umf. Skallagríms fór fram sl. mánudag í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar var ný stjórn deildarinnar kjörin en hana skipa: Margrét Gísladóttir, formaður Arnar Víðir Jónsson – tilnefndur af meistarflokksráði karla Birgir Andrésson – tilnefndur af meistaraflokksráði karla Guðmundur Smári Valsson – tilnefndur af meistaraflokksráði kvenna Þórhildur María Kristinsdóttir – tilnefnd af meistaraflokksráði kvenna […]

AÐALFUNDUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR 2019

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Umf. Skallagríms verður haldinn mánudaginn 6. maí nk. kl. 20:00 í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi. Dagskrá samkvæmt lögum aðalstjórnar Skallagríms: 1.     Formaður setur fundinn 2.     Kosinn fundarstjóri 3.     Kosinn fundarritari 4.     Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar 5.     Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári 6.     Gjaldkeri leggur fram og útskýrir […]

Facebook